Ökugerðið Akureyri ehf heldur námskeið í Ö3. Þetta er bæði bóklegt og verklegt nám. Í bóklega hlutanum er farið yfir fyrirbyggjandi aðgerðir vegna umferðarslysa, rætt um öryggisbúnað í bílum og rétta notkun hans o.fl. Verklegi hlutinn er akstur við ýmsar erfiðar aðstæður, finna muninn á að nauðhemla á auðu malbiki og á hálkubrautum, svigakstur o.fl. Einnig er farið í bílbeltasleða og veltibíl. Notaðir eru VW polo bílar sjálfskiptir við aksturinn. Þessir bílar eru eingöngu notaðir í ökugerðinu. Boðið er upp á námskeið alla virka daga ef veður og þátttaka leyfir (3-4 nem.) og tekur hvert námskeið c.a. 3,5 klst.